Telur samkomulag G20 marka tímamót

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fagnaði í kvöld samkomulagi leiðtoga tuttugu helstu efnahagsvelda heims, G20, á fundi þeirra í London um aðgerðir gegn efnahagskreppunni í heiminum. Obama sagði samkomulagið marka tímamót í baráttunni gegn kreppunni.

Forsetinn varaði þó við því að samkomulagið tryggði ekki skjótan efnahagsbata.

Fleiri leiðtogar létu í ljósi ánægju með samkomulagið. Jafnvel Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sem hafði hótað að ganga af fundinum, sagði að árangurinn hefði verið „meiri en við gátum vænst“.

Hlutabréfavísitölur í helstu kauphöllum heimsins hækkuðu í dag. Dow Jones-vísitalan í New York hækkaði um 2,79% og Nasdaq um 3,29%. Í kauphöllinni í London hækkaði helsta hlutabréfavísitalan um 4,28%, í París nam hækkunin 5,37% og í Frankfurt 6,07.

Á fundinum samþykktu leiðtogarnir meðal annars að bregðast við efnahagskreppunni með aðgerðum að andvirði 1.100 milljarða króna.

Barack Obama á blaðamannafundi í London.
Barack Obama á blaðamannafundi í London. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert