Tilbúin ský gegn hlýnun

Hugmynd listamanns að skipunum.
Hugmynd listamanns að skipunum.

Hægt er að stöðva hlýnun andrúmslofts á jörðinni með því að smíða 1900 skip sem látin yrðu þyrla upp sjó. Þá yrðu til ský sem myndu draga nógu mikið úr hlýnuninni, segir danski tölfræðingurinn Bjørn Lomborg.

Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á þær aðgerðir sem samþykktar hafa verið gegn hlýnun í Kyoto-sáttmálanum. Segir Lomborg að hugmynd sín myndi kosta sem svarar um 1125 milljörðum ísl. kr. Er það mun lægri fjárhæð en aðrar hugmyndir sem nefndar hafa verið.

Hópar breskra og bandarískra vísindamanna eru í keppni um smíði frumgerðar þessara óvenjulegu skýjafleyja en sá bandaríski hefur fengið tugi milljóna króna í styrk frá Carnegie-stofnuninni.

Breski hópurinn á hins vegar í samstarfi við finnska skipafyrirtækið Meriaura.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert