Bannað að fljúga yfir Norður-Noregi

Á þessari gervihnattamynd frá Eumisat sést hvernig askan teygir sig …
Á þessari gervihnattamynd frá Eumisat sést hvernig askan teygir sig í austur frá Eyjafjallajökli.

Búið er að banna flug yfir norðurhluta Noregs vegna ótta við að öskufall frá eldgosinu í Eyjafjallajökli kunni að drag úr skyggni.

„Við erum búin að loka flugsvæðinu milli Bodö og Tromsö og erum að velta fyrir okkur að loka flugsvæðinu allt suður að Þrándheimi. Við höfum þó ekki enn tekið endanlega ákvörðun um það,“ sagði Sindre Aanonsen talsmaður norsku flugumferðastjórnarinnar í viðtali við fréttavef AFP.

Enn hefðu enginn vandamál komið upp vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „En það er aldrei of varlega farið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert