Tugir létust í sprengjuárás í Írak

Sprengjuárásir eru tíðar í Baquba.
Sprengjuárásir eru tíðar í Baquba. Reuters

Að minnsta kosti 28 létu lífið þegar bílsprengja sprakk í borginni Baquba, norður af Bagdad í Írak, nú síðdegis. 46 særðust í sprengingunni, sem varð nálægt mosku.

Lögregla hefur sett útgöngubann í Abu Sayeeda hverfinu í borginni vegna þess að hana grunar að fleiri sprengjum hafi verið komið þar fyrir.  

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa ítrekað gert árásir í Daiyalahéraði, þar sem Baquba er höfuðborg og reynt þannig að koma af stað átökum milli sjíta og súnní-múslima í héraðinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert