Norðlægustu mosku heims hafnað

Khalil al Wazer-moskan í Gasaborg.
Khalil al Wazer-moskan í Gasaborg. AP

Áætlanir um að byggja mosku í Tromsø í Noregi, sem yrði norðlægasta moska heims, eru nú á ís eftir að norska ríkisstjórnin neitaði að taka við styrkjum frá arabískum auðmanni. Vísa Norðmenn í þá staðreynt að trúfrelsi sé ábótavant í Sádi-Arabíu.

„Það væri þversagnakennt og óeðlilegt að samþykkja fjármögnun sem komin væri frá landi þar sem trúfrelsi er ekki til staðar," segir talsmaður utanríkisráðuneytisins, Ragnhild Imerslund.  Auðmaðurinn Hamad al-Gamas frá Sádi-Arabíu hafði heitið því að leggja 20 milljónir norskra króna til bygginar mosku í Tromsø. Setti hann fram það skilyrði að norsk yfirvöld gæfu skriflegt samþykki sitt við framkvæmdinni.

Að sögn NRK gjalda yfirvöld varhug við framkvæmdinni meðal annars vegna þess að í Sádi-Arabíu sé iðki menn trú sína samkvæmt íhaldssömustu reglum Íslam. Margir Norðmenn óttist að með því að heimila moskuna skuldbindi þeir sig til að heimila um leið innleiðingu íhaldssömustu útgáfu Íslam.

Fyrr á þessu ári höfnuðu Norðmenn byggingu mosku í Ósló af sömu ástæðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert