Ungur maður skotinn til bana í Svíþjóð

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær skotinn til bana í …
Karlmaður á þrítugsaldri var í gær skotinn til bana í Salem. mbl.is/Gunnlaugur

Karlmaður á þrítugsaldri var í gærkvöldi skotinn til bana í Salem, suðvestur af Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. 

SVT greinir frá.

Nokkrir hafa verið handteknir vegna málsins. Lögreglan skoðar nú hvort morðið tengist glæpaöldunni í undirheimum Svíþjóðar.

Lést á vettvangi

Lögreglunni var gert viðvart um skothvelli sem bárust úr skógi klukkan 22.42 í gærkvöldi að staðartíma, eða klukkan 20.42 að íslenskum tíma, og þegar lögregla mætti á vettvang fannst karlmaður með skotsár.

Að sögn Nadyu Norton, talsmanns lögreglu, lést karlmaðurinn af sárum sínum á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert