Ný ríkisstjórn í Frakklandi

Michel Barnier er nýr forsætisráðherra.
Michel Barnier er nýr forsætisráðherra. AFP/Stephane De Sakutin

Ný ríkisstjórn hefur verið skipuð í Frakklandi, ellefu vikum eftir kosningar. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar verður að leggja fram fjárhagsáætlun fyir næsta ár.

Hægrimaðurinn Michel Barnier gegnir embætti forsætisráðherra, en hann tók við embættinu í byrjun mánaðar. 

Nýju ríkisstjórninni var mótmælt í Frakklandi í dag, mótmælendur segja úrslit kosninganna hundsuð.

Enginn flokkur hlaut meirihluta í þingkosningunum, en Nýja lýðfylk­ing­in, banda­lag vinstri­flokka, hlaut flest þing­sæti. Næst flest sæti hlaut miðju­banda­lag Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta. Þjóðfylk­ing­ar­flokk­ur Mar­ine Le Pen hafnaði í þriðja sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert