Koma NATO-bækistöðvum fyrir skammt frá Rússum

200 kílómetrar eru frá borginni og að landamærum Finnlands og …
200 kílómetrar eru frá borginni og að landamærum Finnlands og Rússlands. AFP/Emmi Korhonen

NATO-bækistöðvar Finnlands verða staðsettar í borginni Mikkeli. Þetta sagði finnski varnarmálaráðherrann, Antti Häkkänen, á blaðamannafundi í dag. 

„Stofnun bækistöðvanna er mikilvægt skref í átt að sterkari varnarstöðu NATO-ríkjanna,“ sagði ráðherrann í yfirlýsingu.

Antti Häkkänen og hershöfðinginn Pasi Välimäki.
Antti Häkkänen og hershöfðinginn Pasi Välimäki. AFP

31. aðildarríkið

Mikkeli er í suðausturhluta Finnlands og um 200 kílómetrum frá landamærum Finnlands og Rússlands. Finnski herinn er einnig með aðsetur í Mikkeli en hann mun áfram bera ábyrgð á varnarmálum Finnlands.

Nokkrir tugir manna frá nokkrum aðildarríkjum NATO munu koma til með að starfa í bækistöðvunum til að byrja með.  

Finnland gekk í NATO á síðasta ári og varð þar með 31. aðildarríki bandalagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert