Danir styðja vopnaframleiðslu um 27 milljarða

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ásamt Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ásamt Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu. AFP

Danir ætla að styðja við vopnaframleiðslu Úkraínumanna um 27 milljarða króna, eða um 1,3 milljarða danskra króna.

Danska dómsmálaráðuneytið segir að vopnin og annar búnaður tengdur hernaði verði framleiddur í Úkraínu.

Framleiðslan verður fjármögnuð með fjárhagsstuðningi Dana sem og fjármunum Rússa sem Danir höfðu fryst.

Stofna varnarmiðstöð í Kænugarði

Danir tilkynntu einnig um stofnun sameiginlegrar varnarmiðstöðvar í Kænugarði sem ætlað er að stuðla að frekara samstarfi þjóðanna.

Í febrúar gerðu Danir 10 ára öryggissamning við Úkraínu í kjölfar sambærilegra samninga sem Úkraína hafði gert við Þýskaland, Bretland og Frakkland.

Í mars ákvað íslenska ríkið að styðja við Úkraínumenn með því að fjármagna skotfærakaup fyrir 300 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert