Hisbollah gerir árásir á Ísrael

Frá árás Ísraelhers í Suður-Líbanon.
Frá árás Ísraelhers í Suður-Líbanon. AFP

Hisbollah–samtökin gerðu tvær árásir í norðurhluta Ísrael í dag. 

Árásirnar voru gerðar á svæði sem hryðjuverkasamtökin hafa gert nokkrar árásir á í liðinni viku, þar á meðal á borgina Safed. 

Í yfirlýsingu frá Hisbollah kom fram að „sprengjuregni“ hafi verið varpað á Safed og annað svæði „til varnar Líbanon og íbúum landsins“.

Þá sagði að árásirnar hefðu verið gerðar til þess að bregðast við árásum Ísraela á borgir, þorp og óbreytta borgara. 

Heil­brigðisráðuneyti Líb­anon grein­ir frá því að fleiri en 700 hafi látið lífið í árás­um Ísra­els­hers í vikunni. 

Ísraelsher hefur gert fjölda árása á Líbanon í dag og segja þær beinast að vopnabúrum Hisbollah. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert