Myndskeið: Líbanar syrgja dauða Nasrallah

Víða um götur Beirút, höfuðborgar Líbanon, mátti finna syrgjendur í gær eftir að fregnir bárust um dauða Sayyed Hass­an Nasrallah, leiðtoga hinn­ar ís­lömsku skæru­liðahreyf­ing­ar sjía-múslima His­bollah. 

„Þeir ljúga. Sayyed er heill heilsu,“ sagði ein kona sem AFP–fréttaveitan náði tali af í Beirút. 

Konur komu saman, grétu, börðu á brjóst sín og hrópuðu: „Guð er mestur“. Á meðan aðrir söfnuðust saman í litlum hópum og fylgdust með fréttum á farsímum sínum. 

„Ég get ekki lýst áfallinu yfir fregnunum... við fórum öll að gráta,“ sagði Maha Karit, sem var ein fárra sem samþykkt að koma fram undir nafni. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá aðra konu tala um dauða leiðtogans. 

Stóð upp gegn Ísrael

„Hann var eins og faðir sem gerði okkur stolt. Það er ekkert ríki í heiminum sem hefur staðið upp gegn Ísrael, aðeins Sayyed Hass­an Nasrallah,“ sagði hún. 

Karit fordæmdi Vesturlönd og önnur Arabaríki fyrir að berjast ekki fyrir réttindum Palestínumanna. 

„Með Sayyed Hass­an vorum við þau einu sem bárum málstað Palestínu á herðum okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert