Segja annan leiðtoga Hisbollah fallinn

Nabil Qaouq er hér fyrir miðju.
Nabil Qaouq er hér fyrir miðju. AFP

Ísraelsher greindi frá því að annar háttsettur leiðtogi innan raða Hisbollah–samtakanna hefði fallið í árás hersins í Beirút í gær. Tveir dagar eru síðan Hass­an Nasrallah, leiðtogi samtakanna, féll í loftárás hersins. 

Leiðtoginn sem á að hafa fallið í gær heitir Nabil Qaouq og sat í stjórn samtakanna. Hisbollah hefur ekki staðfest dauða Qaouq. 

Í yfirlýsingu Ísraelhers sagði að flugherinn hefði hæft „tugir skotmarka“ Hisbollah, eftir að hafa gert hundruðir árása síðustu tvo daga. 

Herinn greindi frá því í dag að 20 liðsmenn Hisbollah hefðu fallið með Nasrallah á föstudag. 

Heil­brigðisráðuneyti Líb­anon grein­ir frá því að minnsta kosti 700 hafi látið lífið í árás­um Ísra­els­hers í þess­ari viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert