Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela

Ísraelar gerðu loftárásir á Beirút á morgun.
Ísraelar gerðu loftárásir á Beirút á morgun. AFP

Að minnsta kosti 55 eru látnir eftir loftárásir Ísraela á Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag.

Að sögn heilbrigðisráðuneytis landsins voru gerðar loftárásir á austurhluta og suðurhluta borgarinnar þar sem þeim var beint að vígjum Hisbollah-samtakanna. Er talið að 30 manns séu látnir í þeim hlutum borgarinnar að minnsta kosti, þar á meðal fjögur börn og móðir þeirra.

Þó varð miðborg Beirút einnig fyrir árásum með þeim afleiðingum að íbúðarhúsnæði hrundi.

Létust 20 manns í þeirri árás og auk þess særðust 66 manns.

Varnarmálaráðherra Ísraels, Israel Katz, tjáði starfsbróður sínum í Bandaríkjunum, Lloyd Austin, í dag að Ísrael myndi halda áfram að bregðast við árásum Hisbollah-samtakanna með markvissum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka