Finnska flugfélagið Finnair hefur aflýst um 300 flugferðum 9. og 13. desember vegna verkfalla flugmanna. Verkföllin hafa áhrif á rúmlega 33 þúsund farþega.
Kjaraviðræður flugmanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði.
Fyrr í vikunni greindi stéttarfélag finnskra flugmanna (FPA) frá því að viðræðurnar væru komnar í hnút og boðaði til verkfalla í desember.
Í yfirlýsingu frá Finnair sagði að röskun gæti einnig orðið á flugferðum fyrir og eftir verkföllin.