Kalla eftir nýjum þingkosningum

Georgíski draumurinn vann yfirburðasigur í kosningunum.
Georgíski draumurinn vann yfirburðasigur í kosningunum. AFP/Vano Shlamov

Evrópuþingið segir þörf á að endurtaka nýafstaðnar þingkosningar í Georgíu og hvetur Evrópusambandið (ESB) til aðgerða gegn Georgíska draumnum, stjórnarflokki landsins. Kosningarnar voru haldnar 26. október síðastliðinn.

Öryggis- og eftirlitsstofnun Evrópu (ÖSE) sendi hundruð eftirlitsmanna til Georgíu í aðdraganda kosninganna og var virkt eftirlit með kosningunum um allt land.

Á kjördag var dæmi um að fulltrúar stjórnarflokksins ryddust inn á kjörstað í þeim tilgangi að troða ólöglegum kjörseðlum ofan í kassana, gefa flokknum þannig fleiri atkvæði. Gerðist þetta í Tíblisi. Við alla kjörstaði fjölmenntu Draumsmenn og er nærvera þeirra sögð hafa beitt hinn almenna kjósanda þrýstingi. Um þetta voru eftirlitsmenn ÖSE sammála.

Með toppana í sigtinu

Talsmenn Georgíska draumsins neita öllum ásökunum um svindl eða óeðlilegan þrýsting á kjósendur. Fulltrúar Evrópuþingsins segja hins vegar þörf á nýjum kosningum og að þær skuli halda eftir ár. Segja þeir einnig nauðsynlegt að stórefla eftirlit með hugsanlegum kosningum og að fjölmenn sveit alþjóðlegra eftirlitsmanna skuli annast eftirlit.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka