Lést við krossfestinguna á frumsýningu Píslarsögu Jesú Krists

Safnaðarmeðlimir Calvary kirkjunnar í St. Cloud í Minnesota horfa á …
Safnaðarmeðlimir Calvary kirkjunnar í St. Cloud í Minnesota horfa á kvikmyndina Píslarsögu Krists. Eftir sýninguna fóru fram umræður um myndina. AP

Fimmtíu og sjö ára gömul kona missti meðvitund á frumsýningu kvikmyndar Mels Gibson, Píslarsaga Jesú Krists, í Wichita í Kansas. Var hún flutt í skyndi á sjúkrahús og lést þar skömmu síðar. Að sögn dagblaðsins The Witchita Eagle var konan, Peggy Law Scott, að horfa á krossfestingu Krists þegar hún leið skyndilega út af. Ekki er enn vitað um dánarorsök frú Law Scott. Atriðið þegar Jesús er krossfestur mun vera blóðugt mjög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert