Kvæntist ömmu sinni

25 ára Indverji hefur kvænst áttræðri ömmu sinni vegna þess að hann vill vera hjá henni á hverjum degi og annast hana.

"Ég get gætt hennar betur sem eiginmaður en sem barnabarn," segir Indverjinn, Narayan Biswas.

Amma hans kveðst vera hamingjusöm með unga eiginmanninum sem hún giftist í hindúahofi nálægt þorpinu Panchpara.

Hjónabönd náinna ættingja eru bönnuð á Indlandi en yfirvöld segjast ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Enginn hefur kvartað yfir þessu og þau búa saman sem hjón eftir athöfn í hofi. Fjölskylda þeirra hefur samþykkt hjónabandið," sagði embættismaður í Panchpara.

Fyrir tæpu ári giftist níu ára indversk stúlka hundi nálægt Kalkútta eftir að prestur sagði foreldrum hennar að hjónabandið myndi bægja ógæfu frá fjölskyldunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler