Meirihluti Norðmanna vill aðild að ESB

Meirihluti Norðmanna er fylgjandi því aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem stofnunin Opinion gerði fyrir blaðið Aftenposten. 48% aðspurðra sögðust fylgjandi aðild að ESB, 38% voru andvíg en 13% sögðust ekki hafa skoðun á málinu eða neituðu að svara.

Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu sögðust 56% vera fylgjandi aðild og 44% voru andvígir. Í könnun, sem Opinion gerði í ágúst sögðust 54% fylgjandi ESB-aðild.

Norðmenn höfnuðu aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1994.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert