Meginstoðir uppreisnar í Írak leystar upp eftir árásir á Fallujah

Bandarískir hermenn í Fallujah.
Bandarískir hermenn í Fallujah. AP

Innrásin í írösku borgina Fallujah hefur „leyst upp meginstoðir uppreisnarinnar“ í Írak, með því að tök hafa náðst á helst vígi uppreisnarmanna, að því er bandarískur hershöfðingi sagði í Írak sagði í dag. Hershöfðinginn, John Sattler, sagði að bandarískt herlið hefði borgina á valdi sínu, 11 dögum eftir að allsherjarinnrás í hana hófst. Hann bætti við að borgin væri ekki örugg og harðir bardagar geisuðu enn í sumum borgarhlutum.

Sattler sagði, eins og fyrr hefur verið greint frá, að sennilega hafi um 1.200 uppreisnarmenn verið drepnir í bardögunum. Sagði hann að meira en 1.025 menn á herskyldualdri hefðu verið handteknir og sættu þeir yfirheyrslum. Aðeins um 125 föngum hefði verið sleppt sagði hann og viðurkenndi að yfirheyrslur gengju hægt.

Hingað til hefur 51 bandarískur hermaður og 8 íraskir hermenn fallið í bardögunum í Fallujah. AÐ minnsta kosti 425 bandarískir og 43 íraskir hermenn eru særðir eftir átökin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert