Fórnarlömbum hungursneyðar í Kenýa fjölgar

Ibrahim Kula, sem er 13 ára, er á sjúkrahúsi vegna …
Ibrahim Kula, sem er 13 ára, er á sjúkrahúsi vegna vannæringar en talið er að 2,5 milljón manna þurfi á neyðaraðstoð að halda í Kenýa fyrir lok janúar.

Að minnsta kosti tuttugu manns létust í norðausturhluta Kenýa um jólin en þar ríkir hungursneyð vegna mikilla þurrka. Heimsótti forseti landsins Mwai Kibaki verstu þurrkasvæðin í kjölfar þess að hafa aukið neyðaraðstoð til þeirra verst stöddu. Er talið að um 2,5 milljón manna þurfi á neyðaraðstoð að halda á svæðinu fyrir lok janúar.

Í jólaávarpi Kibaki kom fram að 7,5 milljónir sekkja og 2,5 milljón sekkja af baunum hefðu verið send á þau svæði sem verst eru stödd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert