Bush á ættir að rekja til Svía

George W. Bush er sænskur að hluta.
George W. Bush er sænskur að hluta. Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, á ættir að rekja til Svía, að því er sænska dagblaðið Svenska Dagbladet hefur efir sænskum ættfræðingi í Bandaríkjunum í dag. „George W. Bush og fjölskylda hans hafa mikinn áhuga á þessari rannsókn. Hún sýnir elstu rætur þeirra í Evrópu,“ segir ættfræðingurinn David Emmi í viðtali við blaðið.

Rannsakendur ráku ættir Bush fjölskyldunnar aftur um tíu ættliði, aftur til Maans Andersson nokkurs sem uppi var á 17. öld. Andersson sigldi frá Gautaborg í október 1639 og nam land í Delaware, nánar tiltekið innflytjendanýlendunni Nýju-Svíþjóð (e. New Sweden) í Delaware. Rannsóknin var gerð á vegum félagsins Swedish Colonial Society, sem safnar söguheimildum um veru Svía og Finna og uppruna í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert