Einkennilegur sebra-hestur í Þýskalandi

Folaldið Eclyse hefur líklega ekki hugmynd um að hann er hið mesta furðudýr. Eclyse fæddist á dögunum í þýskum safari-garði, en hann er afkvæmi hests og sebramerar, líkt og glögglega má sjá. Einhverjir halda því eflaust fram að hann sé hvorki fugl né fiskur, en það má líka deila um það hvort hann er hestur eða sebrahestur.

Eclyse er af afar sjaldgæfri tegund, því þótt það sé sjaldgæft að hestar og sebrahestar eignist afkvæmi, þá er mun algengara að sebrahestur geti folald með hrossameri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert