Talið er að 122 þingmenn Verkamannaflokksins hafi greitt atkvæði með tillögu í neðri deild breska þingsins, þar sem segir að breskum stjórnvöldum hafi ekki tekist að sýna fram á þörf fyrir að grípa til hernaðaraðgerða gegn Írökum. Tillagan var þó felld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða en margir þingmenn Íshaldsflokksins auk meirihluta þingmanna Verkamannaflokksins var henni andvígur. Tillaga sem lýsir stuðningi við stefnu ríkisstjórnarinnar var síðan samþykkt með 434 atkvæðum gegn 124 og þar af greiddu 59 þingmenn Verkamannaflokksins atkvæði gegn tillögunni.
Þetta er mesta uppreisn sem gerð hefur verið í stjórnarflokknum frá því Blair og Verkamannaflokkurinn komst til valda 1997. Forusta Íhaldsflokksins hafði lýst yfir stuðningi við tillöguna en Ken Clarke fyrrum fjármálaráðherra var þó einn af fáum Íhaldsmönnum sem greiddi atkvæði á móti.
Í tillögu ríkisstjórnarinnar er lýst yfir stuðningi við það að vinna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hvetja Saddam Hussein Íraksforseta til að grípa „lokatækifærið“ til að fara algerlega að kröfum öryggisráðs SÞ.