Íbúar í Vestmannaeyjum mótmæla uppsögn Inga Sigurðssonar

Fjöldi fólks mætti fyrir utan Ráhúsið og mótmælti uppsögn bæjarstjórans.
Fjöldi fólks mætti fyrir utan Ráhúsið og mótmælti uppsögn bæjarstjórans. mbl.is/Jóhann Ingi Árnason.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11:00 í anddyri Safnahússins þar sem væntanlega verður tilkynnt um afsögn Inga Sigurðssonar sem bæjarstjóra og að Bergur Elías Ágústsson taki við bæjarstjórastöðunni. Þá verða einnig á fundinum kynntir fjórir nýir framkvæmdastjórar og nýtt skipurit fyrir Vestmannaeyjabæ. Klukkan tíu í morgun voru fjöldamótmæli fyrir utan Ráðhús Vestmannaeyja þar sem bæjarbúar mættu á bílum sínum og þeyttu bílflautur til að mótmæla uppsögn Inga Sigurðssonar.

Talið er að um 300 manns hafi mætt til að mótmæla uppsögn Inga Sigurðssonar. Ingi kom út úr Ráðhúsinu og veifaði til fólksins.

Þess má geta að Bergur Ágústsson, sem tekur við sem bæjarstjóri, er fyrrum félagi Inga Sigurðssonar í knattspyrnuliði ÍBV. Þeir léku þar báðir sem framherjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert