Vetrarveður á Norðurlandi

Þessi húsvísku hross láta óblítt veður ekki á sig fá …
Þessi húsvísku hross láta óblítt veður ekki á sig fá og snúa afturendanum upp í vindinn. mbl.is/Hafþór

Heldur leiðinlegt veður er á Húsavík í dag og er ekki að sjá að sumarið sé nýgengið í garð. Sjálfvirk veðurathugunarstöð á Húsavík sýndi norðnorðvestan átt með 11,6 m/s klukkan 12 á hádegi. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan átt með 13-18 m/s og snjókomu eða éljum á norðanverðu landinu í dag en hægari vindi og bjartviðri sunnan til. Þá ætti að draga heldur úr vindi og ofankomu á morgun. Hiti verður í kringum frostmark norðanlands en 3 til 8 stig syðra að deginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert