Fundum í kennaradeilunni frestað í tvær vikur

Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaganna, og Eiríkur Jónsson, …
Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaganna, og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, í húsnæði ríkissáttasemjara. mbl.is/Árni Torfason

Fundi lauk í kennaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara nú eftir hádegið og hefur verið ákveðið að ekki verði boðað til nýs fundar fyrr en eftir tvær vikur. Að sögn Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands, var það sameiginleg niðurstaða þeirra sem sátu fundinn í dag að fresta viðræðum.

Eiríkur segir að kennarar hafi á mánudag lagt fram hugmyndir til lausnar deilunni en þegar því tilboði kennara hafi verið hafnað hafi hann á fundinum í dag lagt fram aðra tillögu sem fól það í sér að leitað yrði til þriðja aðila, til að mynda gerðadóms eða kjaranefndar, um hver starfskjör kennara ættu að vera. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki geta tjáð sig um hver viðbrögð annarra á fundinum voru við þessari tillögu en fljótlega eftir það hafi verið tekin ákvörðun um að fresta viðræðum í tvær vikur.

Segir hann að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um miðlunartillögu ríkissáttasemjara sýni hug kennara og að þeir eru hundóánægðir með að hafa verið fluttir til sveitarfélaganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka