Bogart og Schwarzenegger í orðastríði

Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í myndinni Casablanca.
Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í myndinni Casablanca. AP

Humphrey Bogart, Arnold Schwarzenegger og Jack Nicholson eru í óvenjulegri keppni um þessar mundir en þessir þrír kvikmyndaleikarar eiga allir setningu á lista sem bandaríska kvikmyndastofnunin hefur tekið saman yfir 100 eftirminnilegustu setningar bandarískrar kvikmyndasögu. Er þetta gert í tilefni af aldarafmæli stofnunarinnar.

Úrslit keppninnar verða tilkynnt í sérstökum sjónvarpsþætti, sem CBS sjónvarpsstöðin mun sýna í júní en 1500 leikstjórar, handritshöfundar, leikarar, gagnrýnendur og fleiri tengdir kvikmyndum hafa atkvæðisrétt.

Bogart hlýtur að teljast sigurstranglegur því hann á 10 setningar á listanum. Sú þekktasta er væntanlega úr myndinni Casablanca: Here's looking at you, kid. En meðal annarra kunnra setninga eru: I'll be back, sem Schwarzenegger sagði í The Terminator, Frankly, my dear, I don't give a damn, sem Clark Gable sagði í Á hverfanda hveli, Show me the money, sem Cuba Gooding Jr. sagði í Jerry Maguire og May the Force be with you sem margir sögðu í Star Wars.

Þetta er áttundi listinn af þessu tagi sem Bandaríska kvikmyndastofnunin tekur saman. Áður hafa m.a. verið gerðir listar yfir bestu bandarísku kvikmyndirnar, bestu gamanmyndirnar, ástarsögurnar, kvikmyndalögin og hetjur og skúrka. Casablanca var efst á listanum yfir ástarmyndir og í 2. sæti á listanum yfir bestu myndirnar og sjö setningar úr myndinni eru á 100 setninga listanum.

Heimasíða kvikmyndastofnunarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler