Einn aðalleikarinn í Law and Order látinn

Jerry Orbach.
Jerry Orbach. AP

Jerry Orbach, sem hefur leikið eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Law & Order lést í gærkvöldi, 69 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli. Orbach hafði áður gengist undir læknismeðferð vegna meinsins en hún bar ekki árangur.

Orbach lék lögreglumanninn Lennie Briscoe í sjónvarpsþáttunum í 12 ár. Verið var að hefja framleiðslu á nýrri sjónvarpsþáttaröð, sem tengjast Law and Order, og var Orbach að hefja leik í þeim þegar hann greindist með krabbameinið. Til stóð að hefja sýningar á nýju þáttunum snemma á næsta ári.

Orbach var þekktur sviðsleikari og lék einkum í söngleikjum, þar á meðal Chicago, Carnival og Promises, Promises sem hann fékk Tony-verðlaun fyrir. Þá lék hann einnig í kvikmyndum, svo sem Dirty Dancing og Crimes and Misdemeanors.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson