Mistókst að setja heimsmet í kossum

Nokkur þúsund manns tóku þátt í hópkossi á Filippseyjum um …
Nokkur þúsund manns tóku þátt í hópkossi á Filippseyjum um helgina í tilefni af Valentínusardeginum. AP

Sænskt par, sem reyndi í dag að setja heimsmet í maraþonkossi hætti eftir að hafa aðeins reynt í eina klukkustund og 34 mínútur. Heimsmetskossinn er hins vegar 29 klukkustundum lengri.

Sænska ríkislyfsalan Apoteket valdi þau Clara Ahlström, 38 ára og Hannu Kiviaho, 41 árs, úr hópi fólks til að reyna að setja nýtt heimsmet í maraþonkossi. Mettilraunin var gerð í tilefni Valentínusardagsins, degi elskenda, sem er í dag, og einnig var hún þáttur í herferð Apoteket fyrir bættri tannhirðu.

Þrátt fyrir stranga þjálfun og vandlega valið mataræði, tannburstun undir eftirliti lækna og námskeið í notkun tannþráðar, var sænska parið langt frá heimsmetiðnu, sem þau Louisa Almedovar og Rich Langley hafa átt frá árinu 2001: 30 stundir, 59 mínútur og 27 sekúndur.

„Við verðum að hugga okkur við það, að við eigum sænska metið," segir Kiviaho á heimasíðu Apoteket. Afsakar hann úthaldsleysið með því að Clara hafi kvefast.

Apoteket segir á vefsíðu sinni að koss á kinn útheimti notkun 12 vöðva en við alvöru tungukoss séu notaðir 34 vöðvar. Fólk sem kyssist þannig skiptist að jafnaði á 40 þúsund sníkjudýrum, 250 mismunandi bakteríum og salti, fitu, próteinum og öðrum lífrænum efnum, að sögn Apoteket. Þá brennir koss um 4 kaloríum á mínútu og því brenndi sænska parið um 376 kaloríum í mettilrauninni í samanburði við 7436 kaloríur sem það hefði brennt hefði því tekist að setja nýtt heimsmet.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hóf er best á hverjum hlut og það á líka við um það sem gert er í eigin þágu. Dekraðu við sjálfan þig í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Ragnar Jónasson
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Jojo Moyes
5
Sólveig Pálsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hóf er best á hverjum hlut og það á líka við um það sem gert er í eigin þágu. Dekraðu við sjálfan þig í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Ragnar Jónasson
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Jojo Moyes
5
Sólveig Pálsdóttir