Þýskir fjölmiðlar: Zarqawi hyggur á efnavopnaárás í Evrópu

Abu Musab al-Zarqawi, sem eftirlýstur er fyrir hryðjuverk í Írak, hefur lagt á ráðin um efnavopnaárás í Evrópu, að því er þýskt tímarit greinir frá í dag og hefur eftir leyniþjónustumönnum.

„Við höfum óttast að það verði stór hvellur í Evrópu og að Zarqawi hafi lagt á ráðin um það,“ segir heimildarmaður mánaðarritsins Cicero.

Tímaritið segir að Zarqawi, sem er Jórdani, og samstarfsmenn hans hafi verið að reyna að koma höndum yfir efni til vopnasmíði í Kákasushéruðum Rússlands og í Georgíu. Þeir hafa tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda.

Annar heimildarmaður Cicero í þýsku alríkisleyniþjónustunni segir að ekki sé vitað hvort þessari tilraunir Zarqawis og félaga hafi borið árangur.

Samtök Zarqawis hafa lýst sig ábyrg fyrir fjölda mannskæðra tilræða í Írak síðan Saddam Hussein var steypt af stóli þar 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert