Blair segir hryðjuverkaárásina skipulagða vegna G-8 fundarins

Blair þegar hann flutti ávarp sitt í Gleneagles í dag.
Blair þegar hann flutti ávarp sitt í Gleneagles í dag. AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að hryðjuverkaárásir hefðu verið gerðar í Lundúnum í morgun og þær hefðu greinilega verið gerðar þennan dag vegna þess að á sama tíma væru leiðtogar helstu iðnríkja heims á fundi í Skotlandi. Sagði Blair að hann ætlaði að fara til Lundúna innan skamms og ræða við lögreglu og og borgaryfirvöld en fara síðdegis aftur til Skotlands. Aðrir leiðtogar iðnríkjanna muni halda áfram viðræðum á meðan.

Blair ræddi við fréttamenn í Gleneagles, þar sem leiðtogafundurinn er haldinn, og sagði ljóst að fólk hefði látið lífið og slasast. Hann sagði það sérstaklega villimannslegt, að árásirnar hefðu verið gerðar á sama tíma, og þjóðarleiðtogar sitja á fundi til að ræða um aðgerðir til að aðstoða Afríku og draga úr loftslagsbreytingum.

Þá sagði Blair, að þrátt fyrir þessar árásir muni Bretar standa vörð um þau gildi og lifnaðarhætti sem þeir hefðu í heiðri og staðfesta þeirra, væri meiri en hryðjuverkamanna, sem vildu valda saklausu fólki dauða og limlestingum og koma fram öfgastefnu. Við munum ekki láta eyðileggja það, sem við höfum byggt upp, sagði Blair.

Kona sem slasaðist í árásunum á Edgware Road lestarstöinni í …
Kona sem slasaðist í árásunum á Edgware Road lestarstöinni í Lundúnum. AP
Mynd úr umferðarmyndavél á Russel Square, tekin skömmu eftir að …
Mynd úr umferðarmyndavél á Russel Square, tekin skömmu eftir að sprenging varð þar í stætisvagni. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert