Stríð og friður gerð „lesendavænni“ og Saga tímans verður styttri

Stephen Hawking flytur erindi um nýju svartholskenningu sína í Dyflinni.
Stephen Hawking flytur erindi um nýju svartholskenningu sína í Dyflinni. mbl.is

Breskir bókaútgefendur hafa af því nokkrar áhyggjur að lesendur eigi í erfiðleikum með stórar og þykkar bækur á borð við Stríð og frið eftir Tolstoj og Sögu tímans eftir Stephen Hawking. Því hafa þeir nú brugðið á það ráð að gefa út einfaldari - eða lesendavænni - útgáfur af þessum bókum og jafnvel einhverjum fleirum.

Frá þessu greinir The Observer.

Það er Penguinútgáfan sem ríður á vaðið nú í september með nýja þýðingu Anthonys Briggs, rússneskuprófessors við Birminghamháskóla, á Stríði og friði. Hefur Briggs verið í fjögur ár að kljást við frumtexta Tolstojs og segir Penguin að þessi saga sé „melódramatískasta sápuópera allra tíma“.

Síðar í mánuðinum fylgir Banthamútgáfan í kjölfarið með „A Briefer History of Time“, eða Styttri sögu tímans, einfaldaða útgáfu af metsölubók Hawkings - hún hefur selst í rúmum tíu milljónum eintaka um heim allan og m.a. komið út í íslenskri þýðingu. Segir Bantham að á þeim árum sem liðin eru frá útgáfu bókarinnar hafi lesendur ítrekað kvartað yfir því við Hawking að þeim gangi illa að skilja sum mikilvægustu hugtökin í bókinni. Því vilji Hawking nú gjarnan gera inntak bókarinnar aðgengilegra, auk þess að bæta við ýmsum nýjum upplýsingum. Nýja útgáfan verður beinlínis styttri og ýmis tæknileg hugtök verða strikuð út.

Önnur klassísk rit sem kunna að verða gerð aðgengilegri á næstunni eru Moby Dick, Clarissa eftir Samuel Richardson og Underworld eftir Don DeLillo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler