Hóphjólreiðar í miðborginni

Hjólað í miðborginni í dag.
Hjólað í miðborginni í dag. mbl.is/Þorkell

Hjólalestir lögðu klukkan 13 í dag af stað frá Spönginni í Grafarvogi, Árbæjarsafni, ísbúðinni við Hjarðarhaga og verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði og mættust í Nauthólsvík. Þaðan hjóluðu allir saman, í lögreglufylgd, að Hlemmi, svo niður Laugaveginn og enduðu við Hljómskálagarðinn.

Í Hljómskálagarðinum fór svo fram Tjarnarspretturinn svonefndi, en um er að ræða hjólreiðakeppni meistara, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Í Hljómskálagarðinum var hægt að fá ráðgjöf og upplýsingar frá vönum hjólreiðamönnum um ýmsan öryggisbúnað eins og ljós, endurskinsmerki og annað sem þarf til að getað hjólað allt árið um kring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert