Nylon gefur út plötu í Bretlandi

Flokkurinn Nylon.
Flokkurinn Nylon.

Nylon flokkurinn sendir væntanlega frá sér fyrstu smáskífu sína í Bretlandi í byrjun febrúar 2006. Stúlkurnar í Nylon, þær Alma Guðmundsdóttir, Emilía Björg Óskarsdóttir, Klara Ósk Elíasdóttir og Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, flytja til Bretlands í byrjun næsta árs til að geta betur sinnt kynningarvinnu og tónleikahaldi þar og á meginlandi Evrópu.

Nylon-flokkurinn hljóðritaði í september síðastliðnum Rolling Stones-lagið „Have You Seen Your Mother Baby“, undir stjórn Steve Lavine upptökustjóra. Upptökur fóru fram í Englandi. Að sögn Einars hefur útgáfa Nylon af þessu þekkta lagi mælst vel fyrir meðal fagmanna í tónlistarbransanum og verður það líklega titillag á fyrstu smáskífu Nylon í Bretlandi. Það verður væntanlega sent til spilunar á útvarpsstöðvum þar í landi í lok janúar.

Að sögn Einars fengu þeir Mick Jagger og Ron Wood, úr Rolling Stones, að heyra útgáfu Nylon af laginu í New York á dögunum. „Þeir heimtuðu að fá að hitta Ísdrottningarnar, eins og þeir kölluðu Nylon,“ sagði Einar. Umboðsmaður Nylon í Bretlandi er Martin O’Shea, fyrrum umboðsmaður stúlknasveitarinnar Atomic Kitten sem naut mikilla vinsælda um allan heim. Af breskum stúlknasveitum hafa aðeins Spice Girls náð meiri vinsældum.

Íslensk plötuútgáfa í London
Stofnað hefur verið íslenskt útgáfufyrirtæki í Bretlandi, Believer, sem mun einbeita sér að útgáfu tónlistar með Nylon-flokknum og markaðssetningu hans. Fyrirtækið er í eigu Einars Bárðarsonar, umboðsmanns Nylon, og íslenskra og erlendra fjárfesta. Einar mun stýra daglegum rekstri Believer-útgáfunnar. Believer hefur þegar gert dreifingarsamning við tónlistarfyrirtækið Right Track, sem er undir hatti afþreyingarrisans Universal. Right Track mun leggja höfuðáherslu á að markaðssetja Nylon á næsta ári, að sögn Einars.

„Það er gamall draumur minn að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis, vonandi rætist hann nú,“ sagði Einar.

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant