Pamela Anderson mótmælir stórum kjúklingabringum KFC

Pamela Anderson, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Baywatch.
Pamela Anderson, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Baywatch. AP

Bandaríska leikkonan Pamela Anderson hefur skrifað forsvarsmönnum skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken, KFC, í Víetnam bréf þar sem hún kvartar undan kjúklingaeldi og slátrunaraðferðum birgja í Víetnam í nafni dýraverndarsamtakanna PETA. Samtökin birtu bréf leikkonunnar á vefsíðu sinni í dag en þar kemur fram að Anderson segi kjúklingana þjást þegar þeim er slátrað. Þá gagnrýnir leikkonan ákvörðun KFC að ala kjúklinga með sérstaklega stórar bringur.

„Kjúklingar, sem eru ætlaðir fyrir KFC eru fóðraðir með efnum til að auka vöxt þeirra á stuttum tíma. Bringurnar verða svo stórar að kjúklingarnir geta ekki lengur staðið í fæturnar,“ skrifaði Anderson í bréfinu, sem er stílað á Pornchai Thratum, yfirmann 17 útibúa skyndibitakeðjunnar í Víetnam.

Fram kemur á vefritinu Newmindpress.com að leikkonunni, sem lék eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþáttaröðinni Baywatch fyrir nokkrum árum, sé ekki hlátur í huga. Séu brjóst kjúklinganna oft svo þung að fætur þeirra einfaldlega brotni undan þunganum. Þá kemur fram að fuglarnir séu látnir dúsa margir saman í búrum og þjáist vegna þessa.

Anderson hefur skrifað álíka bréf til fleiri útibúa skyndibitakeðjunnar um allan heim í nafni dýraverndunarsamtakanna auk þess sem hún hefur lesið inn á myndband samtakanna þar sem greint er frá eldi og slátrun kjúklinga sem skyndibitakeðjan hefur á matseðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant