Bandaríska leyniþjónustan hefur nú hafið rannsókn á ungum dreng vegna ritgerðar sem hann skrifaði fyrir miðskóla sinn, en í henni hvetur hann til ofbeldisverka gegn Bandaríkjaforseta og þáttastjórnandanum Opruh Winfrey, að mati yfirvalda.
Þá hvetur drengurinn til þess að stjórnendur Coca-Cola og Wal-Mart fyrirtækjanna séu beittir ofbeldi. Ritgerðin átti að fjalla um hinn fullkomna dag í lífi hans, hvað hann myndi gera á slíkum degi.
Svar drengsins var að tortíma fyrrgreindu fólki. Drengnum hefur verið vísað úr skólanum tímabundið sökum andlegrar vanheilsu en lögreglan telur að drengurinn hafi verið að leita hjálpar með því að skrifa slíka ritgerð.