Þýskur köttur með fuglaflensu

Dauður köttur í Þýskalandi reyndist smitaður af H5N1 afbrigði fuglaflensu. Er þetta fyrsta tilvikið í Þýskalandi þar sem fuglaflensusmit berst frá fuglum í spendýr, samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarstofu dýralækisembættis þýska ríkisins.

Kötturinn fannst á eynni Rügen í Eystrasalti en þar greindist fuglaflensuveiran í dauðum svönum um miðjan febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert