Hagnaður Bakkavarar jókst um 140% milli ára

Hagnaður Bakkavarar Group nam 3,5 milljörðum króna eftir skatta á síðasta ári og jókst um 144% milli ára. Hagnaður á hlut jókst úr 0,8 pensum árið 2004 í 2 pens í fyrra. Heildartekjur námu 78,6 milljörðum króna. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 25% arður af nafnverði hlutafjár fyrir árið 2005.

Rekstur Bakkavarar skilaði 4,2 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á árinu 2005. Rekstrarhagnaður nam 7,3 milljörðum króna og jókst um 176%. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði jókst um 208% og nam 9,4 milljörðum króna. Handbært fé frá rekstri nam 11,3 milljörðum króna og frjálst fjárflæði frá rekstri var 7,1 milljarður króna. Arðsemi eigin fjár var 30% samanborið við 16,4% á árinu 2004.

Í tilkynningu frá Bakkavör segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður, að árið 2005 hafi verið þýðingarmikið fyrir Bakkavör Group og félagið sé nú stærsti framleiðandi ferskrar tilbúinnar matvöru í Bretlandi. Afkoma ársins hafi verið góð og samþætting Geest og Hitchen Foods hafi tekist vel. Þá séu horfur góðar fyrir árið 2006.

Tilkynning Bakkavarar Group

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK