Verður slegið hitamet á landinu í dag?

Verður slegið hitamet í dag?
Verður slegið hitamet í dag? mbl.is/Kristján Kristjánsson

Hitinn fór upp í 15°C á Akureyri, Hallormstað og í Skaftafelli klukkan níu í morgun. Samkvæmt rannsóknum Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings hefur Akureyrarhitinn tvisvar náð álíka hæðum á þessum tíma frá Því 1949 en það var 26. apríl 1984 og 19. apríl 2003. Hins vegar aldrei orðið hlýrra en þetta. Einar telur að vafalaust eigi hitinn eftir að aukast í dag. Einar gerði snögga könnun í gangasafni Veðurstofunnar, þó að mælingar hafi verið gerðar á Akureyri í um 130 ár ná tölvutækar upplýsingar einungis til 1949.

Einar segir að hitinn hafi farið upp fyrir 20 stiga múrinn á landinu í apríl stöku sinnum, en þó ekki á Akureyri. Einar segir að heitasti kjarni þessa lofts sem er yfir landinu nú er á ákveðinni austurleið og strax í kvöld mun fara heldur kólnandi vestanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert