Lögreglan stöðvar ökuníðing

Lögregla náði að stöðva ökuníðinginn við Ánanaust
Lögregla náði að stöðva ökuníðinginn við Ánanaust mbl.is/Júlíus

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökuníðing á stórum pallbíl sem ekki sinnti stöðvunarskyldu og ók á ofsahraða í gegnum borgina í kvöld. Að sögn lögreglu var tilkynnt um óeðlilegt aksturslag konu á pallbíl í Ártúnsbrekkunni um hálf níu leytið í kvöld.

Lögregla reyndi að stöðva för hennar á Miklubraut á móts við Snorrabraut án árangurs. Því veittu tveir lögreglubílar henni eftirför í gegnum Þingholtin og tókst loksins að stöðva för konunnar við hringtorgið við Ánanaust.

Að sögn lögreglu skapaðist stórhætta með ökulagi konunnar sem hvorki sinnti stöðvunarskyldu og ók á ofsahraða á stóru ökutæki. Konan er grunuð um ölvun við akstur.

Lögreglan náði að króa bílinn af og hefta för hans …
Lögreglan náði að króa bílinn af og hefta för hans frekar. mbl.is/Júlíus
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert