Síminn varar við ruslpóstsendingum í GSM síma

Í dag hafa Símanum borist allmargar kvartanir um ruslpóstsendingar í gegnum GSM síma, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í skeytunum komi fram að fólk hafi verið skráð á ákveðna vefsíðu og þurfi að afskrá sig en vera að öðrum kosti rukkað um 2 evrur á dag.

Skeytin eru fölsuð og eru ekki á vegum Símans, segir í tilkynningunni. Síminn ráðleggur GSM notendum að eyða skeytinu en undir engum kringumstæðum fara inn á vefsíðu sem um ræðir og reyna að afskrá sig.

Þarna sé vísvitandi verið að blekkja fólk til þess að fara inn á ákveðna síðu. Síminn muni senda öllum viðskiptavinum sínum SMS þar sem varað er við þessum fölsuðu SMS sendingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka