Banaslys á Eiðavegi

Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. mbl.is/Steinunn

Stúlka um tvítugt, sem flutt var alvarlega slösuð á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum eftir alvarlegt umferðarslys á Eiðavegi skammt utan Seyðisfjarðarafleggja um klukkan 16:45 í dag, er látin. Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði skullu fólksbíl og sorpbíll saman.

Stúlkan sem lést var ökumaður fólksbíls sem ekið var eftir veginum en bifreiðin rakst á sorphirðubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn var sérlega harður, höfnuðu báðar bifreiðarnar utan vegar og var veginum lokað og engum hleypt nær en um 100 metra frá slysstaðnum í um þrjár klukkustundir.

Allt tiltækt lið sjúkraflutningamanna og lögreglu var kallað á vettvang. Stúlkan var flutt á Heilbrigðisstofnun Austurlands þar sem hún lést. Ökumaður sorphirðubifreiðarinnar slapp hins vegar án teljandi meiðsla og fékk að fara heim að lokinni læknisskoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert