Unglingsstúlkur ógnuðu lögreglu í Reykjavík

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur unglingsstúlkum, 12 og 13 ára, sem létu mjög ófriðlega í fjölbýlishúsi í borginni í gærkvöld. Hvorug þeirra býr á umræddum stað en íbúar hússins kvörtuðu sáran undan framferði þeirra, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

„Lögreglan hugðist koma stúlkunum til síns heima en þær brugðust ókvæða við og var þá afráðið að flytja þær á lögreglustöð. Á leiðinni þangað hótuðu þær lögreglumönnum öllu illu og viðhöfðu svívirðingar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögreglumenn eru ýmsu vanir en þarna keyrði um þverbak enda var munnsöfnuður stúlknanna óhugnanlegur. Í framhaldinu var haft samband við forráðamenn þeirra sem komu og sóttu stúlkurnar," að því er segir á vef lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert