Fjögurra marka tap fyrir Lettum í Ríga

Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við varnarmenn Letta í Riga …
Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við varnarmenn Letta í Riga í kvöld. Reuters

Íslenska landsliðið náði sér aldrei á strik gegn Lettum í Ríga í dag þegar þjóðirnar leiddu saman hesta sína í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla. Lettar sem töpuðu fyrir Svíum, 1:0, í fyrsta leik sínum í undankeppninni unnu auðveldan stórsigur, 4:0, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik. Íslenska landsliðið hefur þar með tapað tveimur leikjum í riðlinum en unnið einn. Næsti leikur Íslands í keppninni verður við Svía á miðvikudagskvöld á Laugardalsvelli. Af frammistöðu íslenska landsliðsins í þessum leik er ljóst að flest þarf að bæta áður en að þeim leik kemur.

Girts Karlsons opnaði markareikning Letta á 17. mínútu og aðeins einn mínútu síðar bætti Maris Verpakovskis við öðru markinu. Hann var síðan aftur á ferðinni tíu mínútum síðar. Aleksejs Visnjakovs innsiglaði síðan sigurinn á 55. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen átti nokkur ákjósanleg færi til þess að skora fyrir íslenska liðið, bæði í fyrri hálfleik og í þeim síðari en hafði ekki heppnina með sér.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert