Ætla að safna 12,3 milljónum króna til að bjarga lífi hvals

Langreyður í Hvalfirði.
Langreyður í Hvalfirði. Morgunblaðið/ RAX

Dýraverndarsamtökin World Society for the Protection of Animals (WSPA) í Bretlandi hafa nú hrint af stað söfnun á Ebay uppboðsvefnum til að bjarga lífi eins af þeim hvölum sem leyfi hefur fengist til að veiða frá íslenskum stjórnvöldum. Samtökin hafa komist að því að hvalur kosti 95.000 pund, um 12,3 milljónir króna, miðað við heimsmarkaðsverð á hvalkjöti.

Ekki sést á Ebay hversu mikið fé hefur safnast. WSPA segist ætla að bjóða ríkisstjórn Íslands þennan pening í skiptum fyrir að skjóta ekki eina af þeim níu langreyðum sem leyfilegt er að veiða. Ef ríkisstjórnin taki ekki við peningunum muni samtökin leggja féð í herferð gegn hvalveiðum. Frá þessu segir á vefsíðu samtakanna.

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni WSPA eru ekki takmörk á því hversu há framlög mega vera en þegar þetta er ritað voru rúmlega 5.400 ,,hlutir" eftir í hvalnum, og má því leiða líkum að því að um 4.000 hafi þegar selst. Ekki fékkst uppgefið hversu mikið fé hefði safnast. Ebay-síðan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert