Lögreglumenn kæra Burger King fyrir að selja sér marijúana-hamborgara

Hamborgari en þó ekki með marijúana.
Hamborgari en þó ekki með marijúana. Morgunblaðið/Árni Torfason

Lögreglumennirnir Mark Landavazo og Henry Gabalson í Nýju-Mexíkó hafa lögsótt Burger King fyrir að setja marijúana á hamborgara sem þeir keyptu sér. Lögreglumennirnir keyptu sér hamborgara á Burger King veitingastað í Los Lunas og voru búnir að borða helminginn af þeim þegar þeir áttuðu sig á því að marijúana væri á kjötinu.

Lögreglumennirnir voru með áhöld í bílnum til að athuga hvort svo væri og fundu leifar marihúana á kjötinu. Þeir fóru síðan á sjúkrahús í rannsókn. Þrír starfsmenn Burger King voru handteknir í kjölfarið og kærðir fyrir að vera með eiturlyfið í fórum sínum. Þeir voru einnig kærðir fyrir árás á lögregluþjón.

Þeir Landavazo og Gabalson vilja fá skaðabætur og að mönnunum verði refsað fyrir þennan verknað. Þá segjast þeir hafa borið skaða af þessu. Lögfræðingur lögreglumannanna, Sam Bregman, segir nafnið Whopper hafa fengið nýja merkingu með þessu, en Whopper er sá hamborgari sem þekktastur er á matseðli Burger King.

Lögfræðingurinn segir málið háalvarlegt, lögreglumennirnir hefðu getað verið kallaðir út til að hemja ofbeldismann eða lent í skotbardaga og þá með skerta athygli vegna neyslu marijúana. Því hefði getað farið illa og málið ekkert til að grínast með. Sky segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka