Lögreglan á Indónesíu rannsakar nú óstaðfestar fréttir þess efnis að sjálfsvígssprengjumaður hyggist gera árás á George W. Bush Bandaríkjaforseta og fylgdarlið hans sem sækir nú landið heim. Þúsundir manna hafa hópast saman í landinu til þess að mótmæla utanríkismálastefnu Bandaríkjanna í Írak og Miðausturlöndum.
Hundruð námsmanna reyndu að loka bandarísku veitingakeðjunum McDonalds, Pizza Hut og Dunkin' Donut í tveimur borgum í fjölmennasta múslímaríki heims og lenti sumir þeirra í átökum við lögreglu.
Bush kom til Indónesíu síðdegis í dag að staðartíma og hann mun fljúga með þyrlu til bæjarins Bogor, sem er rétt sunnan við höfuðborgina Djakarta, en þar mun hann ræða við forseta landsins, Susilo Bambang Yudhoyono.