Friðargæsluliðar SÞ sakaðir um að misnota börn kynferðislega

Friðargæsluliðar SÞ að störfum í Lýðveldinu Kongó.
Friðargæsluliðar SÞ að störfum í Lýðveldinu Kongó. Reuters

Börnum hafa verið nauðgað og þeim hefur verið ýtt út í vændi af friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna á Haítí og Líberíu að því er fram kemur í rannsókn sem breska ríkisútvarpið, BBC, hefur staðið að.

Stúlkur hafa greint BBC frá samskiptum sínum við hermenn þar sem kynlíf er krafist í staðinn fyrir mat eða peninga.

Háttsettur embættismaður innan samtakanna hefur viðurkennt að slíkar fullyrðingar geti átt við rök að styðjast.

Ýmis hneykslismál hafa komið upp í tengslum við friðargæsluliða SÞ á undanförnum árum, t.d. kom í ljós að barnaníðingahringur var starfrækur í Lýðveldinu Kongó og þá stóðu friðargæsluliðar á bak við vændissölu í Kosovo.

Aðstoðarframkvæmdarstjóri friðargæslumála hefur viðurkennt að kynferðisleg misnotkun eigi sér víða stað.

„Við höfum verið að kljást við þetta vandamál frá því friðargæsla almennt hófst, vandamál þar sem berskjaldaðir íbúar eru misnotaðir,“ sagði Jane Holl Lute í samtali við BBC.

„Mitt mat er það að annað hvort er vandamál eða möguleiki á vandamálum í hverju einasta verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert