Dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að kasta köku í fjármálaráðherra Noregs

Kristin Halvorsen (t.v.), fjármálaráðherra Noregs, sést hér ásamt Jens Stoltenberg …
Kristin Halvorsen (t.v.), fjármálaráðherra Noregs, sést hér ásamt Jens Stoltenberg og Aslaug Haga, leiðtoga Miðflokksins. Reuters

Norskur námsmaður, John Waagaard, var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að henda rjómatertu í höfuð fjármálaráðherra Noregs, Kristínar Halvorsen er hún gekk inn í ráðuneytið í október í fyrra. Halvorsen náði að snúa höfðinu undan þannig að kakan lenti í hnakka hennar.

Waagaard, sem er 24 ára gamall, viðurkenndi fyrir rétti að hafa kastað kökunni en gaf þá skýringu að hann væri mjög ósáttur við að stjórnmálamaður sem kæmi frá litlum vinstri sinnuðum stjórnmálaflokki (Sósíalíska vinstriflokksins) fengi slíkt lykilembætti í ríkisstjórn Noregs, að því er fram kemur á vef Aftonposten.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert