Bandaríkjastjórn krefst skýringa á ummælum konungs Sádi Arabíu

Bandarískir sérsveitarmenn í Írak.
Bandarískir sérsveitarmenn í Írak. AP

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst yfir undrun vegna þeirra ummæla Abdullah konungs Sádi-Arabíu að „hernám Íraks sé ólöglegt” og farið fram á skýringar yfirvaldal í Sádi-Arabíu vegna málsins. „Við erum svolítið undrandi og munum að sjálfsögðu fara fram á skýringar,” sagði Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag en konungurinn lét umrædd ummæli alla við opnun leiðtogafundar Arababandalagsins í Riyadh í Sádi-Arabíu í gær.

„Í okkar elskaða Írak er blóði úthellt meðal bræðra okkar í skugga ólöglegs erlends hernáms auk þess sem ill trúarbragða átök geta leitt þar til borgarastríðs,” sagði konungurinn en yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa verið einn dyggasti bandamaður Bandaríkjanna í Miðausturlöndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert